Náttúruskóli Reykjavíkur opnaði nýjan vef þann 31. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni umhverfissviðs, menntasviðs Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Markmið vefsins er að efla útikennslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkur og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Helena Ólafsdóttir, verkefnisstjóri og Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar opnaði vefinn við viðhöfn í Café Flóru í Grasagarði Reykjavíkur.

Við leit á vefnum komu einungis fjórar niðurstöður í ljós þegar leitað var undir öllum námsgreinum og öllum aldursstigum. Þær eru:
Niðurstaða Nr.: 1
Nafn námskeiðs: Brettum um ermarnar
Staðsetning: Sjávardýrasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
Niðurstaða Nr.: 2
Nafn námskeiðs: Dþr í sjó og vötnum
Staðsetning: Sjávardýrasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
Niðurstaða Nr.: 3
Nafn námskeiðs: Ísjakaleikur
Staðsetning:
Niðurstaða Nr.: 4
Nafn námskeiðs: Sigling um sundin

Staðsetning: Reykjavíkurhöfn
Þó innihald vefsins sé enn sem komið er ansi lítið er hugmyndin góð og mun vafalaust vera gott innlegg til útikennslu í borginni. Myndin er af vefnum.

natturuskoli.is

Birt:
4. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruskóli Reykjavíkur vefvæðist“, Náttúran.is: 4. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/nattskoli_vef/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: