Náttúruskóli Reykjavíkur vefvæðist
Náttúruskóli Reykjavíkur opnaði nýjan vef þann 31. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni umhverfissviðs, menntasviðs Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Markmið vefsins er að efla útikennslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkur og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Helena Ólafsdóttir, verkefnisstjóri og Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar opnaði vefinn við viðhöfn í Café Flóru í Grasagarði Reykjavíkur.
Við leit á vefnum komu einungis fjórar niðurstöður í ljós þegar leitað var undir öllum námsgreinum og öllum aldursstigum. Þær eru:
Niðurstaða Nr.: 1
Nafn námskeiðs: Brettum um ermarnar
Staðsetning: Sjávardýrasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
Niðurstaða Nr.: 2
Nafn námskeiðs: Dþr í sjó og vötnum
Staðsetning: Sjávardýrasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
Niðurstaða Nr.: 3
Nafn námskeiðs: Ísjakaleikur
Staðsetning:
Niðurstaða Nr.: 4
Nafn námskeiðs: Sigling um sundin
Staðsetning: Reykjavíkurhöfn
Þó innihald vefsins sé enn sem komið er ansi lítið er hugmyndin góð og mun vafalaust vera gott innlegg til útikennslu í borginni. Myndin er af vefnum.
natturuskoli.is
Birt:
4. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruskóli Reykjavíkur vefvæðist“, Náttúran.is: 4. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/nattskoli_vef/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 15. janúar 2008