Kárahnjúkasvæðið á Google Earth
Fjölskyldudagar við Snæfell (á Kárahnjúkasvæðinu) 21. til 31. júlí 2006
Í gær hófst ganga Íslandsvina frá hjá Töfrafossi, í 625 metra hæð, við efri mörk fyrirhugaðs Hálslóns. Gengið var niður með Kringislárgljúfri með útsýni inn á Kringilsárrana, að ármótum Jöklu og Kringilsár. Síðan var gengið vestan megin við Jöklu í stórbrotnum lyng- og víðivöxnum gljúfrum, þar sem eru fjölmörg og fögur heiðargæsahreiður, meðfram hinni kraftmiklu rauðaflúð sunnan við Kárahnjúka. Því næst voru skoðaðir hinir einstöku sethjallar, sem hafa verið nefndir handritin, en þar má lesa hörfunarsögu ísaldarjökulsins. Að lokum var gengið meðfram leikandi léttri fossaröð Sauðár, vestan megin við Jöklu. Göngunni lauk með þögulli mótmælastöðu við Kárahnjúkastíflu.
Fyrir þá sem ekki komast á fjölskylduhátíðina býður Google í ferðalag til svæðisins.
Eða eins og einn helsti aðdáandi íslenskrar náttúru, Jónas Hallgrímsson, orti:
Eg er kominn upp á það
- allra þakka verðast -
að sitja kyrr í sama stað
og samt að vera að ferðast.
Google Earth forritið
Staðsetning loftmyndar (vista og opna með Google Earth)
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kárahnjúkasvæðið á Google Earth“, Náttúran.is: 23. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/karahnj_googleearth/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 5. maí 2007