My sustainable house er skemmtilegur leikur sem getur frætt bæði krakka og fullorðna.
Hægt er að velja um tvo mismunandi leiki, einn þar sem umhverfið er í brennidepli en hinn kennir þér hvernig hægt er að byggja sjálfbært hús frá grunni.

Leikurinn um umhverfið kennir okkur hvernig við getum meðal annars minnkað úrgang og otkunotkun okkar. Hægt er að horfa á fræðandi vídeó við hvert verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur. Áhersla er lögð á að við lærum að þekkja áhrif okkar á umhverfið.

Leikurinn þar sem hægt er að byggja sjálfbært hús er mjög forvitnilegur. Hver leikmaður fær úthlutað 100.000 pundum til að byggja sjálfbært hús en verður jafnframt að passa sig á því að fara ekki yfir úttektarmörk. Hver ákvörðun sem tekin er í leiknum er mikilvæg. Það er forvitnilegt að sjá hversu fljótt þessi 100,000 pund hverfa.

Leikurinn í heild er skemmtilegur og fræðandi. Þó finnst mér hann vera frekar flókinn fyrir krakka. Útlit og hönnun leiksins er flott. Persónurnar í leiknum eru krúttlegar og ættu krakkar því að hafa gaman af þessum leik.

 

 

Til að prófa leikinn smelltu hér .

 

Mynd tekin með snapshot í Mac.
Birt:
4. janúar 2009
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Sjálfbæra húsið mitt“, Náttúran.is: 4. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2007/11/06/sjlfbra-hsi-mitt/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. nóvember 2007
breytt: 4. janúar 2009

Skilaboð: