Frambjóðendur Samfylkingar leggja umhverfisspilin á borðið
Græna netið – félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, býður frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi til fundar á Grand Hotel laugardaginn 7. mars kl. 11:00. Tilefni fundarins er að gefa frambjóðendum færi á að kynna áherslur sínar í umhverfismálum og kjósendum kost á að spyrja. Nú fyrir kosningar hefur fólk úr Framtíðarlandinu og Íslandshreyfingin gengið til liðs við Samfylkinguna og finnst Græna netinu mikilvægt að taka þessu fólki fagnandi og bjóða því til fundar til að kynnast okkar frambjóðendum.
Dagskrá fundar hefst á litlum leik sem er þannig að fyrir fundinn fá allir frambjóðendur sendan lista með 10 já/nei spurningum. Á fundinum verður svörum frambjóðenda varpað upp á tjald og kemur þá í ljós hvort viðkomandi frambjóðandi er grænn frambjóðandi eða grár. Í kjölfarið fá frambjóðendur síðan tækifæri til að skýra þau sjónarmið sem fram koma í svörunum og svara fyrirspurnum gesta. Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar mun síðan ávarpa fundinn.
Grena netið bþsrt við t við snörpum og fjörugum umræðum enda verður fundarstjórn í höndum Hjálmars Sveinssonar, útvarpsmanns.
Dagskrá fundar:
11.05 Farið yfir svör frambjóðenda við 10 já/nei spurningum um afstöðu til umhverfismála
11.20 Frambjóðendur skýra sjónarmið sín og svara spurningum gesta í sal
11.50 Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar ávarpar fundinn
12.00 Fundarslit
Nánari upplýsinga veita Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376 og Katrín Theódórsdóttir í síma 692 0310. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til graenanetid@gmail.com
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frambjóðendur Samfylkingar leggja umhverfisspilin á borðið“, Náttúran.is: 6. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/frambjooendur-samfylkingar-leggja-umhverfisspilin-/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.