Rendur er nýtt hönnunarfyrirtæki sem:
  • hefur að leiðarljósi að framleiða gæða vörur þar sem mismunandi samspil efnis, hönnunar og handverks gerir hvert stykki einstakt
  • notar ónotað umfram efni og afganga í stað þess að stuðla að meiri framleiðslu og hefur þannig jákvæð áhrif á umhverfið
  • vinnur með handverksfólki á Íslandi og ný tir þekkingu þeirra sem má rekja til gamalla hefða
  • ætlar að láta gott af sér leiða í formi gjafa af eigin framleiðslu.
Fyrirtækið var stofnað af Hildi Einarsdóttur og Björgu Pjetursdóttur í október 2007.
Fyrsta lína Randa er prjónalína fyrir leikskólabörn sem unnin er af handverkskonum úr afgangs garni. Línan samanstendur af peysum, krögum, lambhúshettum, húfum, vettlingum og sokkum. Fleiri línur eru í vinnslu þar sem nýttir verða afgangar af ýmsu tagi, s.s. efni, fóður, tölur, tvinni, rennilásar, skábönd, blúndur, snæri, snúrur, teygjur o.s.frv, o.s.frv.
 
Rendur tekur við ólíklegasta ónotaða efni, af heimilum eða frá fyrirtækjum, sem annars hleðst upp eða er fargað. Í framtíðinni verður hægt að kaupa vörurnar í Garðastræti 17, 101 Reykjavík. www.rendur.is
Birt:
15. nóvember 2007
Höfundur:
Rendur
Tilvitnun:
Rendur „Rendur - Nýtni í hönnun“, Náttúran.is: 15. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/15/rendur/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: