„Íslenskt á tankinn, já takk!“ er yfirskrift málstofa á vegum Brimborgar, í samstarfi við Íslenska NýOrku og Ford, sem fram fer miðvikudaginn 5. nóvember í sýningarsal Brimborgar að Bíldshöfða 6 á milli klukkan 15:00 og 17:00.

Málstofan er öllum opin. en þar verður fjallað um vetni sem orkubera framtíðarinnar. Fjallað verður um vetni sem framtíðarkost fyrir samgöngur, nýjungar í þróun vetnisraftækninnar og notagildi þeirra fyrir almennan bílamarkað, auk þess sem litið verður til þess hvaða þýðingu þróun umhverfisvænnar samgöngutækni hefur fyrir Ísland og íslenska efnahagsýróun. Á málstofunni munu taka til máls Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Olís og Scott M. Staley yfirverkfræðingur þróunardeildar Ford.

Sá hraðskreiðasti og sá framsæknasti:

Málstofan er haldin í tilefni af komu vetnisrafbílanna Ford Fusion 999 og Ford Edge HySeries til landsins en báðir bílarnir hafa vakið mikla athygli víða um heim. Ford Fusion 999 er hraðskreiðasti vetnisrafbíll heimsins en hann sló á síðasta ári heimsmetið þegar hann mældist á 333,54 km/klst. Ford Edge HySeries er fyrsti tengiltvinn-vetnisrafbíllinn en sú tækni sameinar bestu kosti vetnis- og rafbíla. Einungis eitt eintak er til af hvorum bílum í gervöllum heiminum. Því er koma þessara bifreiða til landsins mikill hvalreki fyrir íslenska bílaáhugamenn sem og áhugafólk um umhverfisvernd. Málstofan er haldin í tilefni af komu vetnisrafbílanna Ford Fusion 999 og Ford Edge HySeries til landsins en báðir bílarnir hafa vakið mikla athygli víða um heim. Ford Fusion 999 er hraðskreiðasti vetnisrafbíll heimsins en hann sló á síðasta ári heimsmetið þegar hann mældist á 333,54 km/klst. Ford Edge HySeries er fyrsti tengiltvinn-vetnisrafbíllinn en sú tækni sameinar bestu kosti vetnis- og rafbíla. Einungis eitt eintak er til af hvorum bílum í gervöllum heiminum. Því er koma þessara bifreiða til landsins mikill hvalreki fyrir íslenska bílaáhugamenn sem og áhugafólk um umhverfisvernd.
Birt:
4. nóvember 2008
Uppruni:
Brimborg
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslenskt á tankinn, já takk!“, Náttúran.is: 4. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/04/islenskt-tankinn-ja-takk/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: