Kaupþing stofnar verðbréfasjóð með umhverfisvænar áherslur
Kaupþing hefur stofnað nýjan verðbréfasjóð sem býður fólki að fjárfesta í verkefnum sem falla undir umhverfisvæna framleiðslu og tækniþróun á vistvænum nótum. Lágmarkskaup eru 10 þúsund kr. og 5 þúsund kr. í áskrift.
Um fjárfestingastefnuna segir eftirfarandi á vef Kaupþings: Kaupthing Green Growth er hlutabréfasjóður þar sem lögð er áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða vörur sem stuðla að hreinna umhverfi, orkusparnaði eða eru á sviði hreinnar orku. Áhersla er lögð á virka stýringu. Markmið sjóðsins er að auka virði fjárfestingar til lengri tíma litið. Fjárfest er í meðalstórum og minni fyrirtækjum en sveiflur í ávöxtun slíkra fyrirtækja geta verið meiri en sveiflur í ávöxtun stærri fyrirtækja. Sjóðurinn samanstendur af auðseljanlegum erlendum hlutabréfum sem skráð eru í viðurkenndum erlendum kauphöllum. Kaupthing Green Growth beinir fjárfestingum sínum að þeim fjárfestingarkostum sem að mati sjóðstjóra eru líklegastir til að skila sem bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kaupþing stofnar verðbréfasjóð með umhverfisvænar áherslur“, Náttúran.is: 11. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/kaupthing-stofnar-verobrefasjoo-meo-umhverfisvaena/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.