Kaupþing hefur stofnað nýjan verðbréfasjóð sem býður fólki að fjárfesta í verkefnum sem falla undir umhverfisvæna framleiðslu og tækniþróun á vistvænum nótum. Lágmarkskaup eru 10 þúsund kr. og 5 þúsund kr. í áskrift.

Um fjárfestingastefnuna segir eftirfarandi á vef Kaupþings: Kaupthing Green Growth er hlutabréfasjóður þar sem lögð er áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða vörur sem stuðla að hreinna umhverfi, orkusparnaði eða eru á sviði hreinnar orku. Áhersla er lögð á virka stýringu. Markmið sjóðsins er að auka virði fjárfestingar til lengri tíma litið. Fjárfest er í meðalstórum og minni fyrirtækjum en sveiflur í ávöxtun slíkra fyrirtækja geta verið meiri en sveiflur í ávöxtun stærri fyrirtækja. Sjóðurinn samanstendur af auðseljanlegum erlendum hlutabréfum sem skráð eru í viðurkenndum erlendum kauphöllum. Kaupthing Green Growth beinir fjárfestingum sínum að þeim fjárfestingarkostum sem að mati sjóðstjóra eru líklegastir til að skila sem bestri ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. 

Sjá nánar á vef Kaupþings

Birt:
11. apríl 2008
Uppruni:
Kaupthing
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kaupþing stofnar verðbréfasjóð með umhverfisvænar áherslur“, Náttúran.is: 11. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/kaupthing-stofnar-verobrefasjoo-meo-umhverfisvaena/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: