Sala á lífrænum vörum eykst árlega um fjórðung
Sala á lífrænum vörum í heiminum eykst um 20-25% á ári. Heildarveltan á heimsmarkaði fór vel yfir 2.500 milljarða íslenskra króna á árinu 2007, en árið 2010 er reiknað með að hún verði komin í 4.000 milljarða. Eftirspurn eftir þessum vörum er mun meiri en framboðið, bæði austan hafs og vestan, og bendir flest til að svo verði áfram. Nú eru um 0,65% af öllu landbúnaðarlandi heimsins með lífræna vottun. Þar er um að ræða u.þ.b. 700.000 bæi í 135 löndum. Þess má geta að á Íslandi eru aðeins um 0,3% af landbúnaðarlandinu vottuð.
Lesið frétt á Ekoweb.nu í dag.
Lífræn vottun á Íslandi er á höndum Vottunarstofunnar Tún sem vinnur samkvæmt stöðlum IFOAM (International Federation of Organic Agriculture Movements). Sjá hér á Grænum síðum þá aðila sem hlotið hafa lífræna vottun villtra jurta, jarðræktar, búfjárræktar eða á vinnslu lífrænna hráefna hér á landi.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sala á lífrænum vörum eykst árlega um fjórðung“, Náttúran.is: 5. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/05/sala-lifraenum-vorum-eykst-arlega-um-fjoroung/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.