Alþjóðlega kvikmyndahátíðin hófst fimmtudaginn síðasta. Á hátíðinni eru sýndar ýmsar spennandi myndir en mynd sem hefur vakið sérstaklega mikla athygli er kvikmyndin The 11th Hour, eftir systurnar Nadia Conners og Leila Conners Petersen. Leikarinn Leonardo DiCaprio er einn handritshöfunda myndarinnar. Jafnframt er DiCaprio sögumaður.

Meðal þeirra sem leggja orð í belg eru Stephen Hawking og Mikhail Gorbatsjov. Myndin er byggð upp sem viðtalsmynd þar sem áðurnefndir sérfræðingar og aðrir deila með okkur staðreyndum. Systurnar segja að það sé svo mikið til að upplýsingum um áhrif okkar á umhverfið og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir þau. Þær segja að þeim hafa fundist það áhrifaríkt að taka allar þessar upplýsingar og sýna áhorfendum í einum rykk. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar.

Nú gefst fólki tækifæri til að sjá The 11th Hour. Myndin er sýnd á morgun, miðvikudaginn 3. október, klukkan 8 í Regnbogabíó. Hægt er að kaupa miða á slóðinni http://midi.is/bio/7/462

Hægt er að horfa á trailerinn hér .

Myndband af blaðamannafundi The 11th Hour má finna hér .

Einnig er fróðlegt að skoða vef The 11th Hour, 11thhouraction.com

 



Upplýsingar úr Morgunblaðinu, 2.10.07.

Mynd nr. 1 af vefnum www.comingsoon.net
Mynd nr. 2 af vefnum 11thhouraction.com
Birt:
2. október 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „The 11th Hour í bíó“, Náttúran.is: 2. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/01/11th-hour-b/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. október 2007
breytt: 2. október 2007

Skilaboð: