Umhverfisáhrif ferðalaga - Hvernig getum við dregið úr neikvæðum áhrifum?

Umhverfisdagur Farfugla verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 þ. 30. október nk. Heimurinn með allri sinni fegurð og framandleika hvetur okkur til að leggja land undir fót,
en um leið mörkum við spor í umhverfið sem erfitt er að útmá – eða hvað?

Á Umhverfisdegi Farfugla verður fjallað um þessa þversögn sem ferðalangar þurfa að kljást
við og leiðir sem fara má til að draga úr þeim áhrifum sem ferðalög hafa á náttúruna sem
er okkur svo hugleikin.

Dagskrá:

13:30 –13:45 Fundarsetning - Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla.
13:45 – 14:30 Hvernig getum við dregið úr umhverfisáhrifum ferðalaga? - Hulda Steingrímsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ræðir umhverfisáhrif ferðalaga og hvað við getum gert til að draga úr þeim.
14:30 – 15:00 Innsýn í starf á Farfuglaheimilinu í Laugardal - Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri segir frá umhverfisstarfi á Svansvottuðum gististað.
15:00 – 15:30 Innsýn í starf Hópbíla - Pálmar Sigurðsson skrifstofu- og starfsmannastjóri segir frá umhverfisstarfi innan hópbifreiðafyrirtækis.
15:20 – 15:50 Kaffihlé
15:50 – 16:10 Meðal hirðingja í Mongólíu – Ferðasaga í máli og myndum - Ásta Kristín Þorsteinsdóttir segir frá stuttri dvöl hjá hirðingjum og kynnum af sjálfbærri ferðaþjónustu í Mongólíu.
16:10 – 16:40 Innsýn í starf Íslenskra fjallaleiðsögumanna - Jón Gauti Jónsson fjallaleiðsögumaður segir frá umhverfisstarfi innan afþreyingarfyrirtækis.
16:40 – 17:00 Á kajak um Jökulfirði – Ferðasaga í máli og myndum - Valdimar Harðarson Steffensen segir frá nokkurra daga kajakferð um eyðibyggð með allan farangur meðferðis.
17:00 Fundarslit.

Aðgangur ókeypis – allir hjartanlega velkomnir.

Sjá vef Farfugla.

Birt:
21. október 2009
Tilvitnun:
Ásta Kristín Þorsteinsdóttir „Umhverfisdagur Farfugla“, Náttúran.is: 21. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/21/umhverfisdagur-farfugla/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: