Í skýrslu Playfair Alliance sem lögð var fyrir Alþjóða Ólympíunefndina í London nú í dag kemur fram að í fjórum verksmiðjum sem rannsakaðar voru í Kína eru börn frá 12 ára aldri látin vinna við framleiðslu á minjagripum fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í ágúst 2008. Sum börnin þurfa að vinna allt uppí 15 tíma á dag 7 daga vikunnar og þéna aðeins helming löglegra lágmarkslauna í Kína. Í skýrslunni kemur fram að ein af þessum fjórum verksmiðjum hefur ráðið 20 börn yngri en 16 vegna þess að þau eru ódýrari en fullorðnir verkamenn.

Aðstoðar forstjóri skipulagsnefndar Peking leikanna, Jiang Xiaoyu segir að nefndin muni taka hart þessu alvarlega máli og geri allt til þess að verja orðspor Ólympíuhreyfingarinnar og Peking leikanna. „Ólympíunefndin er að rannsaka málið og ef það kemur í ljós að um barnaþrældóm er að ræða er það háalvarlegt.“ sagði Jiang.

Alþjóða Ólympíunefndin segir að nefndin sé ekki beint ábyrg fyrir framleiðslunni en að auðvitað væri hún ákveðin í að vera „ábyrgir, félagslegir leiðtogar Ólympíuhreyfingarinnar.“

„Það skiptir máli að það allt sé unnið á siðfræðilega réttan hátt“ sagði Giselle Davis talsmaður Alþj. Ólympíunefndarinnar.

Í febrúar gerðu Kínverks yfirvöld upptæk um 30.000 falsaða Ólympíu minjagripi sum gerð úr baneitruðum efnum. Kína ver reglulega afstöðu sína í baráttunni við „sjóræningjastarfsemi“ (piracy) og segjast vera land í þróun sem þurfi tíma til að stoppa „starfsemina“.

sjá lengri frétt á síðu Reuters

 

Birt:
11. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Reuters
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Börn framleiða minjagripi fyrir Ólympíuleika 2008“, Náttúran.is: 11. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/11/brn-framlei-minjagripi-fyrir-lympuleika-2008/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: