Endurmenntun Háskóla íslands Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði við að greina helstu hópa háplantna á Íslandi og hvernig þekkja má algengar tegundir. Námskeiðið verður haldið í Þjóðgarðinum í Skaftafelli þar sem saman fer mikil tegundaauðgi og gróska.

Flestir sem ferðast um landið hafa upplifað hvernig plöntur auka ánægju af útiverunni, hvort sem ferðalangurinn dáist að smáu en litfögru fjallablómi eða veltir fyrir sér tegundunum í kringum sumarbústaðinn. Það að þekkja plönturnar eykur upplifun í náttúruskoðun en þótt íslenska háplöntuflóran sé ekki þkja tegundaauðug miðað við flest lönd eru innlendar tegundir samt sem áður um 500.

Gert er ráð fyrir mikilli útiveru og léttum gönguferðum á námskeiðinu. Þátttakendur námskeiðsin sjá sjálfir um ferðir, gistingu og uppihald á meðan á námskeiði stendur.

Hægt er að skrá sig í námskeiðið á vef Endurmenntunar HÍ.
Mynd: Hófsóley. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
31. maí 2009
Höfundur:
Endurmenntun HÍ
Tilvitnun:
Endurmenntun HÍ „Íslenskar plöntur og plöntuskoðun: Námskeið í Skaftafelli“, Náttúran.is: 31. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/31/islenskar-plontur-og-plontuskooun-namskeio-i-skaft/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: