Út með Ísland - farsinn heldur áfram
Neytendur hafa náttúrulega valdið og almenningsálitið er á móti hvalveiðum og hefur verið í áratugi. Málið snýst nefnilega um ást, ást á hvölum per se. Viðskiptavinir WFM ráða ferðinni, þeir versla í Whole Foods Market vegna lífrænis og sjálfbærisstefnu fyrirtækisins. Þar eru hvalveiðiþjóðir ekki á vinsældarlista, punktur. Einnig var rætt við sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson sem gerði sér ferð vestur um haf sérstaklega til að tala menn til, en kom að luktum dyrum. Þegar menn/þjóð eru úti í kuldanum, eru það greinilega ekki orðin tóm. Ekki er útilokað að vörunum gæti verið hent út líka, en Einar segir að þetta séu „vonbrigði en ekki áfall“, hann vonar að þeir hætti ekki að selja vörurnar líka og um lágmarks skaða verði að ræða. Einar hefur þetta náttúrulega á eigin samvisku og þarf í raun ekki að gera annað en að lýsa yfir ósigri og taka fyrir frekari hvalveiðar, en það var ekki að sjá á honum í viðtalinu að hann ætli sér að axla nokkura ábyrgð. Hann segist ætla að ræða málin þar ytra. En við hverja, honum var ekki einu sinni hleypt inn.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Út með Ísland - farsinn heldur áfram“, Náttúran.is: 10. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/utmedisland/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007