Visthagfræðingurinn Robert Constanza á íslandi í næstu viku
Robert Costanza visthagfræðingur er væntanlegur hingað í næstu viku og mun halda opinn fyrirlestur þann 26 ágúst klukkan 16:00-18 í Háskóla Íslands.
Costanza er vel þekktur fræðimaður innan umhverfisgeirans og upphafsmaður þess að gera hugtakið Ecosystem services sýnilegt innan akademíunnar og stjórnsýslu umhverfis og auðlindamála um allan heim.
Bráðabirgðaheiti fyrirlestrarins er „Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future“.
Nánari staðsetning fyrirlestrarins verður tilkynnt síðar. Upplýsingar um málið er einnig að finna á heimasíðu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi, umhverf.is.
Birt:
20. ágúst 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Visthagfræðingurinn Robert Constanza á íslandi í næstu viku“, Náttúran.is: 20. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/20/visthagfraeoingurinn-robert-constanza-islandi-i-na/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.