Svifryksmengun há en þó lægri en undanfarin ár
Svifryksmengun á áramótum mældist mest við Melatorg í Reykjavík en þar er ein mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar nú staðsett. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en mengunin við Melatorg mældist 425 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustund ársins.
Svifryksmengunin mældist enn yfir heilsuverndarmörkum við Melatorg á hádegi í dag en sólarhringurinn allur mun mælast undir mörkum. Mengunin mældist 300 míkrógrömm á rúmmetra á áramótum við Grensásveg og 200 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Hægur vindur var á miðnætti en það dró úr mengun þar sem það hvessti eftir því sem leið á nóttina og einnig hefur rignt í Reykjavík í dag. Svifryksmengun hefur verið yfir heilsuverndarmörkum 1. janúar undanfarin ár en líklega ekki í dag.
Á árinu 2008 mátti svifryk fara 18 sinnum yfir heilsuverndarmörk samkvæmt reglugerð nr. 251/2002 en það fór 25 sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu.
Sjá loftgæði í Reykjavík núna (Loftgæðamælingar Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar).
Grafík: Reykskþ í Reykjavík, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryksmengun há en þó lægri en undanfarin ár“, Náttúran.is: 1. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/01/svifryksmengun-ha-en-tho-laegri-en-undanfarin-ar/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. janúar 2009