Gogoyoko - sanngjörn viðskipti með tónlist
Gogoyoko.com er tónlistar-markaðstorg byggt á hugmyndafræði siðgæðis- eða sanngirnis í viðskiptum.
Á vefnum segir m.a. „Við erum engir gaurar í háhþsum sem eyða tíma og peningum. Við erum listamenn sem erum að gera draumavettvang fyrir okkur sjálfa og aðra listamenn og auðvitað fyrir hlustendur.“
Gogoyoko er afsprengi samvinnu milli tónlistarmanna- og annarra listamanna sem hafa komið upp nýjum möguleika fyrir listamenn og útgefendur til að markaðssetja tónlist sína beint og milliliðalaust með því að:
- Að hver geri eigin aðgangssíðu
- Ákveði sjálfir verðið á lögum og plötum
- Selji tónlistina sína, á grundvelli byltingarkenndrar skiptingar sölutekna
- Geti fylgst með sölu í gegnum sinn eigin bankareikning
- Auglýsingatekjum skiptast á milli listamannana eftir hlustun
Birt:
21. október 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gogoyoko - sanngjörn viðskipti með tónlist“, Náttúran.is: 21. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/21/gogo-yoko-sanngjorn-vioskipti-meo-tonlist/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. október 2008