Háhitasvæði með mikið verndargildi
Háhitasvæði með mikið verndargildi - Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands
Torfajökulssvæðið er talið hafa mest verndargildi eins en Reykjanes, Grændalur, Leirhnjúkur og Gjástykki, Geysir, Torfajökull/Landmannalaugar, Askja, og Brennisteinsfjöll eru einnig talin hafa mikið verndargildi á heimsvísu.
Náttúrufræðistofnun íslands hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi 18 háhitasvæða landsins. Rannsóknirnar hófust árið 2005 og er þetta í fyrsta skipti sem aflað er heildstæðra upplýsinga um náttúrufar háhitasvæða, jarðfræði og lífríki, til að meta sérstöðu þessara svæða í íslenskri náttúru og náttúrufarsleg verðmæti. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir rannsóknina merkilega fyrir margar sakir. Nú sé hægt að meta verndargildi svæðanna og raðað þeim upp út frá náttúruverndargildi. Þegar komi að því að taka ákvörðun um notkun svæðanna komi aðrir þættir inn sem hafi áhrif á röðunina.
Torfajökulssvæðið er talið hafa mest verndargildi eins og áður segir en Reykjanes, Grændalur, Leirhnjúkur og Gjástykki, Geysir, Torfajökull/Landmannalaugar, Askja, og Brennisteinsfjöll eru einnig talin hafa mikið verndargildi á heimsvísu.
Rannsóknin kostaði á annað hundrað milljónir króna og var unnin í tengslum við 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu vatnsafls og háhitasvæða.
Heitur lækur í Reykjadal. Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
NA „Háhitasvæði með mikið verndargildi “, Náttúran.is: 17. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/17/hahitasvaeoi-meo-mikio-verndargildi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.