Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning á verkum Höskuldar Björnssonar.

Höskuldur fæddist í Dilksnesi í Nesjum á Hornafirði  26. júlí árið 1907 en bjó síðustu sautján ár ævi sinnar í Hveragerði eða þar til hann lést árið 1963. Á starfsferli sínum markaði hann sér sérstöðu sem helsti fuglamálari landsins og í hugum margra landsmanna lifir hann enn sem slíkur. Hann var einnig  afkastamikill  landslagsmálari og það eru einkum þessi viðfangsefni sem skoða má á sýningunni. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Sýningin stendur til 28. september og er safnið opið alla daga kl. 12:00 –18:00.

Nú styttist í að sýningu á verkum Höskuldar ljúki en hún hefur verið afar vel sótt. Flest verkanna á sýningunni eru fuglamyndir, en þar má líka sjá landlagsmyndir, sjálfsmyndir, uppstillingar og myndskreytt sendibréf. Sunnudaginn 14. september kl. 15:00 mun Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga segja frá Höskuldi og skapa umræður meðal gesta um verk hans.

Í september er opið alla daga kl. 12:00 – 18:00. Hægt að kaupa kaffiveitingar, skoða upplýsingarit um myndlist og barnahorni geta börn dundað. Aðgangur er ókeypis.

Mynd: Eitt af verkum Höskuldar Björnssonar á sýningunni.

Hér á grænu Íslandskorti má m.a. finna öll menningarsetur og söfn á landinu. Skoðaðu græna kortið.

Birt:
12. september 2008
Höfundur:
Inga Jónsdóttir
Tilvitnun:
Inga Jónsdóttir „Á ferð með fuglum“, Náttúran.is: 12. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/12/fero-meo-fuglum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: