Kappaksturinn mikli 2007
Fimmtudaginn 13. september fór fram ökutækjakeppni VOR (vettvangur um orku- og stóriðjurannsóknir) og Orkuveitu Reykjavíkur. Vistvænustu bifreiðar landsins tóku þátt í keppninni þar sem kappið í akstrinum snerist um sparneytni og lágan eldsneytiskostnað.
Markmið keppninnar var að vekja athygli á mengun frá ökutækjum ásamt orkueyðslu og beinum orkukostnaði ökutækja. Jafnframt var tilgangurinn að vekja almenning til meðvitundar um þá valkosti sem standa til boða og hvaða lausnir koma til greina bæði í dag og á næstu árum.
Samstarfsaðilar við keppnishaldið voru Atlantsolía, Metan hf. og Driving Sustainability. Framkvæmd keppninnar er í höndum VOR / Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands. Keyrður var hringur á höfuðborgarsvæðinu í almennri umferð og síðan athugað hvað bílarnir nota mikla orku. Aðalfyrirmynd Kappakstursins mikla er Michelin Bibendum keppnin sem hefur verið haldin árlega síðan 1998.
Bílunum var skipt í tvo megin flokka eftir stærð:- Borgarbílar (rafmagnsbílar), bílar ætlaðir til borgaraksturs.
- Almennir bílar, bílar sem komast meira en 120 km og hraðar en 90 km/klst.
Keppt var á þremur sviðum:
- Minnsta orkunotkun
- Minnsti CO2 útblástur
- Minnstur kostnaður - Ódýrasti hringurinn þar sem einungis var tekið mið af því hve mikla orku bíllinn notar og hve mikið það orkuform kostar fyrir þennan ákveðna hring.
Niðurstöður keppninnar:
Niðurstöður í flokki Minnsta orkunotkun:
Borgarbílar:
1. sæti - Rafmagnsbíllinn Reva. Orka í bensínlítrum: 0,9 á hundraðið.
2. sæti - Peugeot 106 rafmagnsbíll. Orka í bensínlítrum: 1,6 á hundraðið.
Litlir smábílar:
1. sæti - Toyota Aygo & Citroen C1. Orka í bensínlítrum: 5,5 á hundraðið.
2. sæti - Kia Picanto. Orka í dísellítrum: 6,3 á hundraðið.
Smábílar:
1. sæti - Toyota Yaris. Orka í dísellítrum: 5,5 á hundraðið.
2. sæti - Ford Fiesta. Orka í dísellítrum: 6,1 á hundraðið.
3. sæti - VW Polo. Orka í dísellítrum: 7,0 á hundraðið.
4. sæti - Audi A3. Orka í dísellítrum: 7,2 á hundraðið.
Litlir fjölskyldubílar:
1. sæti - Toyota Prius tengitvinnbíll. Orka í bensínlítrum: 4,4 á hundraðið.
2. sæti - Ford Focus. Orka í dísellítrum: 4,6 á hundraðið.
3. sæti - Benz F-cell vetnisbíll. Orka í bensínlítrum: 5,0 á hundraðið.
4. sæti - Toyota Prius tvinnbíll. Orka í bensínlítrum: 5,0 á hundraðið.
5. sæti - Honda Civic tvinnbíll. Orka í bensínlítrum: 5,7 á hundraðið.
6. sæti - Benz B180 CDI. Orka í dísellítrum: 7,6 á hundraðið.
7. sæti - Volvo C30 E85 eldsneyti. Orka í bensínlítrum: 8,4 á hundraðið.
Fjölskyldubílar:
1. sæti - Skoda Octavia. Orka í dísellítrum: 5,8 á hundraðið.
2. sæti - VW Golf Varian. Orka í dísellítrum: 6,3 á hundraðið.
3. sæti - Ford Mondeo. Orka í dísellítrum: 6,9 á hundraðið.
Lúxusbílar:
1. sæti - Volvo S80. Orka í dísellítrum: 8,8 á hundraðið.
2. sæti - Volvo S80 metan/bensín. Orka í bensínlítrum: 12,8 á hundraðið.
Litlir fjölnotabílar:
1. sæti - VW Caddy. Orka í bensínlítrum: 8,1 á hundraðið.
2. sæti - Ford C-Max E85 eldsneyti. Orka í bensínlítrum: 8,7 á hundraðið.
3. sæti - VW Touran. Orka í dísellítrum: 8,8 á hundraðið.
4. sæti - VW Touran metan/bensín - Ógilt (vegna bilunar í dælu).
Jeppar:
1. sæti - Jeppar: Lexus RX400h tvinnbíll. Orka í bensínlítrum: 8,6 á hundraðið.
2. sæti - Toyota Landcruise. Orka í dísellítrum: 10,0 á hundraðið.
Niðurstöður í flokki Minnsti CO2 útblástur:
Borgarbílar:
1. sæti - Peugeot 106 og rafmagnsbíllinn Reva. CO2 útblástur (kg): 0,0.
Litlir smábílar:
1. sæti - Toyota Aygo. CO2 útblástur (kg): 13,0.
2. sæti - Citroen C1. CO2 útblástur (kg): 13,1.
3. sæti - Kia Picanto. CO2 útblástur (kg): 14,8.
Smábílar:
1. sæti - Smábílar: Toyota Yaris. CO2 útblástur (kg): 12,9.
2. sæti - Ford Fiesta diesel. CO2 útblástur (kg): 14,3.
3. sæti - VW Polo. CO2 útblástur (kg): 16,4.
4. sæti - Audi A3. CO2 útblástur (kg): 14,3.
Litlir fjölskyldubílar:
1. sæti - Benz F-cell. CO2 útblástur (kg): 0,0.
2. sæti - Volvo C30. CO2 útblástur (kg): 3,0.
3. sæti - Toyota Prius tengitvinnbíll. CO2 útblástur (kg): 8,5.
4. sæti - Ford Focus. CO2 útblástur (kg): 10,9.
5. sæti - Toyota Prius tvinnbíll. CO2 útblástur (kg): 11,9.
6. sæti - Honda Civic tvinnbíll. CO2 útblástur (kg): 13,6
7. sæti - Benz B180 CDI. CO2 útblástur (kg): 17,9
Fjölskyldubílar:
1. sæti - Skoda Octavia (diesel). CO2 útblástur (kg): 13,6.
2. sæti - VW Golf Variant. CO2 útblástur (kg): 14,8.
3. sæti - Ford Mondeo. CO2 útblástur (kg): 16,3.
Lúxusbílar:
1. sæti - Volvo S80 metan/bensín. CO2 útblástur (kg): 1,5.
2. sæti - Volvo S80. CO2 útblástur (kg):20,8.
Litlir fjölnotabílar:
1. sæti - VW Touran. Ógilt (vegna bilunar á dælu).
2. sæti - VW Caddy. CO2 útblástur (kg): 1,4.
3. sæti - Ford C-Max. CO2 útblástur (kg): 3,1.
4. sæti - VW Touran dísel. CO2 útblástur (kg): 20,8.
Jeppar:
1. sæti - Lexus RX400h. CO2 útblástur (kg): 20,4.
2. sæti - Toyota Landcruiser. CO2 útblástur (kg): 23,5.
Niðurstöður í flokki Minnstur kostnaður:
Borgarbílar:
1. sæti - Rafmagnsbíllinn Reva. Kostnaður á 100km: 78 kr.
2. sæti - Peugeot 106 rafmagnsbíll. Kostnaður á 100km:
Litlir smábílar:
1. sæti - Toyota Aygo. Kostnaður á 100km: 687 kr.
2. sæti - Citroen C1. Kostnaður á 100km: 693 kr.
3. sæti - Kia Picanto. Kostnaður á 100km: 697 kr.
Smábílar:
1. sæti - Toyota Yaris. Kostnaður á 100km: 605 kr.
2. sæti - Ford Fiesta. Kostnaður á 100km: 672 kr.
3. sæti - VW Polo. Kostnaður á 100km: 771 kr.
4. sæti - Audi A3. Kostnaður á 100km: 794 kr.
Litlir fjölskyldubílar:
1. sæti - Toyota Prius tengitvinnbíll. Kostnaður á 100km: 480 kr.
2. sæti - Ford Focus. Kostnaður á 100km: 513 kr.
3. sæti - Toyota Prius tvinnbíll. Kostnaður á 100km: 632 kr.
4. sæti - Honda Civic tvinnbíll. Kostnaður á 100km: 720 kr.
5. sæti - Benz B180 CDI. Kostnaður á 100km: 839 kr.
Fjölskyldubílar:
1. sæti - Skoda Octavia. Kostnaður á 100km: 638 kr.
2. sæti - VW Golf Variant. Kostnaður á 100km: 693 kr.
3. sæti - Ford Mondeo. Kostnaður á 100km: 767 kr.
Lúxusbílar:
1. sæti - Volvo S80. Kostnaður á 100km: 975 kr.
2. sæti - Volvo S80 metan/bensín. Kostnaður á 100km: 1037 kr.
Litlir fjölnotabílar:
1. sæti - VW Caddy. Kostnaður á 100km: 664 kr.
2. sæti - VW Touran metan/bensín. Ógilt (vegna bilunar á dælu).
3. sæti - VW Touran. Kostnaður á 100km: 975 kr.
Jeppar:
1. sæti - Lexus RX400h. Kostnaður á 100km: 1079 kr.
2. sæti - Toyota Landcruiser. Kostnaður á 100km: 1105 kr.
Upplýsingar teknar af vef Háskóla Íslands.
Myndin er af Reva rafmagns-borgarbílnum sem vann til fjögurra verðlauna í keppninni.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Kappaksturinn mikli 2007“, Náttúran.is: 18. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/17/kappaksturinn-mikli-2007/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. september 2007
breytt: 18. september 2007