Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð
Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð í liðinni viku. Rykbinding á helstu umferðagötum á föstudag dugði ekki allan daginn vegna þess að blandan var of þunn. Ekki er búist við svifryksmengun næstu daga.
Heilsuverndarmörk svifryks (PH10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsstyrkur svifryks við Grensásveg reyndist 61 fimmtudaginn 5. mars, 54,1 á föstudag og 55,6 á laugardag. Við Steinahlíð reyndist hann 50,4 á fimmtudag og 51,4 á föstudag. Styrkurinn mældist undir heilsuverndarmörkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem ein mælistöðin er staðsett.
10. mars verður hægur vindur um morguninn en mun síðan bæta í vind og því ólíklegt að svifryksmengun verði veruleg. Á miðvikudag er spáð töluverðum vindi á með úrkomu.
Styrkur svifryks hefur nú farið 5 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en má fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Svifryk fór 10 sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2006.
Guðbjartur Sigfússon deildarstjóri gatna segir að sterkari saltblöndu til rykbindingar hafi verið úðað á helstu umferðagötur á sunnudagsnótt og bþst hann við að hún dugi í þrjá daga.
Heilsuverndarmörk svifryks (PH10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsstyrkur svifryks við Grensásveg reyndist 61 fimmtudaginn 5. mars, 54,1 á föstudag og 55,6 á laugardag. Við Steinahlíð reyndist hann 50,4 á fimmtudag og 51,4 á föstudag. Styrkurinn mældist undir heilsuverndarmörkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem ein mælistöðin er staðsett.
10. mars verður hægur vindur um morguninn en mun síðan bæta í vind og því ólíklegt að svifryksmengun verði veruleg. Á miðvikudag er spáð töluverðum vindi á með úrkomu.
Styrkur svifryks hefur nú farið 5 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en má fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Svifryk fór 10 sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2006.
Guðbjartur Sigfússon deildarstjóri gatna segir að sterkari saltblöndu til rykbindingar hafi verið úðað á helstu umferðagötur á sunnudagsnótt og bþst hann við að hún dugi í þrjá daga.
Birt:
9. mars 2009
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð“, Náttúran.is: 9. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/09/svifryk-yfir-heilsuverndarmork-thrja-daga-i-roo/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.