Fjandsamlegur fréttaflutningur
Um helgina var haldin ráðstefna til bjargar íslenskri náttúru, að Hótel Hlíð í Ölfusi undir yfirskriftinni „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“.
Ræðumenn á ráðstefnunni voru m.a. Dr. Eric Duchemin, adjunct prófessor við háskólann í Québec, Montréal, Kanada og rannsóknarstjóri DREX environnement, hefur verið í forsvari fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans hafa leitt til þess að vatnsorka er ekki sjálfkrafa flokkuð sem ,,hrein orka". Hann fjallaði um áhrif stórstíflna á loftslag. Auk þess stigu þeir Ómar Ragnarsson, Guðbergur Bergsson og Andri Snær Magnason í ræðupúlt og margir fleiri.
Af einhverri ósiðmenntaðri ástæðu var í fjölmiðlum fyrir helgina talað um ráðstefnuna og fólkið sem hingað er komið til að ræða umhverfismál á siðmenntaðan hátt sem ólátaseggi og hættulegt fólk til að hafa hér á landinu. Það er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð að taka á móti fóki á þennan hátt. Án efa höfðu yfirsagnir blaðanna áhrif á þá Íslendinga sem annars hefðu haft áhuga á að sækja ráðstefnuna en þegar að talað er um að „lögreglan verði í viðbragðsstöðu“ er ekki að furða að fólk hafi hugsað sig um tvisvar.Það er hið furðulegasta mál að tekið sé á móti raunverlulegum spellvirkjum með móttöku ríkisstjórnarinnar og æðstu ráðamanna en fólk sem eru viðurkenndir sérfræðingar á sviði umhverfismála og sannarlega ekki hingað komnir til að eyðileggja landið eru lagðir í einelti. Mótmæli eru siðmenntuð aðferð til að koma á framfæri skoðunum sínum í lýðræðisríkjum. Hvenær lærist Íslendingum það?
Ljósmyndin er frá ráðstefnunni um helgina. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjandsamlegur fréttaflutningur “, Náttúran.is: 9. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/06/rstefnan-hnattrnar-afleiingar-striju-og-strstflna/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. júlí 2007
breytt: 13. febrúar 2008