Helluhnoðri [Sedum acre] blómstrar um þessar mundir á melum og í klettum um allt land. Mjólk, sem helluhnoðri var soðinn í, er góð við skyrbjúgi og munnfýlu. Jurtin purgerar vel og læknar lífsýki. Saftin þar af gjörir hæga uppsölu, hreinsar ný ru. Við hósta, kvefi og brjóstveiki er jurtin alþekkt lækning. Við holdsveiki er það gott og reynt ráð að gjöra graut af helluhnoðra, með nokkuð súrum legi, og eti það sá veiki maður tíðum. Ol. Borrichius1 segir að læknir nokkur í Lundi hafi læknað nokkur þúsund manns af illum skyrbjúgi með öli því , sem hellunhoðri hafði verið í soðinn.

Heimild: Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Grasnytjar. Grasnytjar voru fyrst gefnar út árið 1783 og endurútgefnar árið 1983 í Riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal sem inniheldur fjögur af ritum Björns.
Sjá nánar um helluhnoðra og heimildir um hann á Liberherbarum.com.
Myndin er af helluhnoðra við Knarrarósvita í Árborg 26.07.2006.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

1 Olaus Borrichius (1626-1690) var þekktur danskur efnafræðingur og alkemisti. Honum tókst að hreinsa súrefni úr saltpétri árið 1678.

Birt:
27. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Helluhnoðri í blóma“, Náttúran.is: 27. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/helluhnodri/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 5. maí 2007

Skilaboð: