Rokkhátíð umhverfisvænsta fyrirtæki Oslóar
Rokkhátíðin fékk í gær afhenta viðurkenningu sem grænasta fyrirtæki Oslóarborgar 2009. Umhverfisáherslur hafa löngum verið í brennidepli hjá skipuleggjendum hátíðarinnar. Einnig hafa forsvarsmenn Øyafestivalen verið einkar duglegir við að upplýsa gesti sína og aðra um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þeir hafa m.a. nýtt nær alla fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina til að koma á framfæri upplýsingum um lífræn matvæli, um umhverfisvottun, mikilvægi úrgangsflokkunar o.s.frv. Þannig hefur Øyafestivalen orðið fyrirmynd á þessu sviði og væntanlega haft umtalsverð áhrif á viðhorf ungs fólks til umhverfismála.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í gær
og rifjið upp „Orð dagsins“ 25. mars 2004
Birt:
16. desember 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Rokkhátíð umhverfisvænsta fyrirtæki Oslóar“, Náttúran.is: 16. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/19/rokkhatio-umhverfisvaensta-fyrirtaeki-osloar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. desember 2009