Í fréttatilkynningu frá Saving Iceland segir:

Þann 12. September n.k. verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju, víða um heim. Saving Iceland hreyfingin er hluti af þessu átaki en útfrá baráttunni á Íslandi hafa Saving Iceland liðar lagt sig fram um að mynda tengsl við baráttuhópa gegn stóriðju í öðrum löndum. Fyrirtækin sem barist er gegn er þau sömu í Brasilíu, Trinidad, í S-Afríku og á Íslandi. Útbreiðsla þeirra þekkir engin landamæri, ekki frekar en mengunin sem hlýst af starfsemi þeirra.

Þann 12. September boðar Saving Iceland til mótmælastöðu gegn fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá. Fyrst við stjórnarráðið klukkan 12 á hádegi og síðan við Þjórsá þar sem gengið verður að Urriðafossi klukkan 15.

"Saving Iceland mótmæla þennan dag undir yfirskriftinni "Verjum Þjórsá fyrir Græðgi
Landsvirkjunar."
Það er ljóst að landsmenn hafa ekki á nokkurn hátt þörf fyrir hvorki virkjanir né álver, allra síst þegar atvinnuleysi á landinu mælist innan við eitt prósent. Hin eyðileggjandi sókn Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur inn á náttúrusvæði byggir ekki á nokkrum rökum, stjórnarmenn þar á bæ hampa einungis "réttinum til að stækka," segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland hreyfingunni.

12. September varð til sem alþjóðlegur dagur gegn stóriðju á alþjóðlegri ráðstefnu Saving
Iceland um hnattræn áhrif stóriðju, sem haldin var 7. og 8. júlí s.l. M.a. eru það
íbúasamtökin Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi,
Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í
Ástralíu, auk Saving Iceland liða, sem standa fyrir mótmælum og aðgerðum í sínum
heimalöndum þennan dag.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 663-7653
Birt:
10. september 2007
Höfundur:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „12. september - Alþjóðlegur dagur gegn stóriðju “, Náttúran.is: 10. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/11/12-september-aljlegur-dagur-gegn-striju/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. september 2007

Skilaboð: