12. september - Alþjóðlegur dagur gegn stóriðju
Í fréttatilkynningu frá Saving Iceland segir:
Þann 12. September n.k. verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju, víða um heim. Saving Iceland hreyfingin er hluti af þessu átaki en útfrá baráttunni á Íslandi hafa Saving Iceland liðar lagt sig fram um að mynda tengsl við baráttuhópa gegn stóriðju í öðrum löndum. Fyrirtækin sem barist er gegn er þau sömu í Brasilíu, Trinidad, í S-Afríku og á Íslandi. Útbreiðsla þeirra þekkir engin landamæri, ekki frekar en mengunin sem hlýst af starfsemi þeirra.
Þann 12. September boðar Saving Iceland til mótmælastöðu gegn fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá. Fyrst við stjórnarráðið klukkan 12 á hádegi og síðan við Þjórsá þar sem gengið verður að Urriðafossi klukkan 15.
Landsvirkjunar." Það er ljóst að landsmenn hafa ekki á nokkurn hátt þörf fyrir hvorki virkjanir né álver, allra síst þegar atvinnuleysi á landinu mælist innan við eitt prósent. Hin eyðileggjandi sókn Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur inn á náttúrusvæði byggir ekki á nokkrum rökum, stjórnarmenn þar á bæ hampa einungis "réttinum til að stækka," segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland hreyfingunni.
12. September varð til sem alþjóðlegur dagur gegn stóriðju á alþjóðlegri ráðstefnu Saving
Iceland um hnattræn áhrif stóriðju, sem haldin var 7. og 8. júlí s.l. M.a. eru það
íbúasamtökin Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi,
Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í
Ástralíu, auk Saving Iceland liða, sem standa fyrir mótmælum og aðgerðum í sínum
heimalöndum þennan dag.
Frekari upplýsingar má nálgast í síma 663-7653
Birt:
Tilvitnun:
Saving Iceland „12. september - Alþjóðlegur dagur gegn stóriðju “, Náttúran.is: 10. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/11/12-september-aljlegur-dagur-gegn-striju/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. september 2007