Í gærkveldi boðuðu sveitungar í Sól á Suðurlandi til hátíðarstundar í mynni Þjórsárdals þar sem lón Hvammsvirkjunar Hagalón er á áætlunum Landsvirkjunar.

Þar var þá búið að koma fyrir upplýsingaskiltun sem sýna vegfarendum hæð fyrirætlaðs lóns og þær náttúrufórnir sem Landsvirkjun hyggst færa í von um álver „einhversstaðar“.

Hagaey myndi t.a.m. næstum hverfa með öllu í vatnsflaum Hagalóns og vatnið flæða inn í átt að Fossnesi.

Fjölmenni var á fundinum og skartaði himininn litsterkum regnboga og sveipaði sannkölluðum hátíðarljóma yfir Þjórsá og hið stórkostlega umhverfi árinnar.

Skiltin gefa vel til kynna hvers lags umbreytingar myndu verða á svæðinu komi til lóns og virkjunar og er þetta svæði aðeins eitt af þremur áætluðum lónsvæðum við Þjórsá.

Ein af áætluðum virkjunum myndi nefnast Holtavirkjun og er neðar í ánni, við Árnes. Neðsta fyrirhugaða virkjunin er síðan Urriðafossvirkjun en þar yrði að fórna fossinum fyrir orku til einhverra mögulegrar stóriðju á svæðinu.

Efsta myndin er af skilti sem sýnir áætlaða lónshæð Hagalóns (reyndar einum meter of lágt því erfitt var að koma því í rétta hæð án þess að standa í meirháttar mannvirkjagerð).

Myndin t.h. er af stelpu sem virðir fyrir sér skiltið og sú t.v. af nokkrum fundargesta.

Neðsta er af þremur af hörðustu baráttukonum gegn virkjunaráformunum við Þjórsá.

 

 

 

 

Sjá nánar um áætlaðar virkjanir á vef Landsvirkjunar.

Birt:
28. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fer þettaá kaf? - Fjölsóttur fundur við Þjórsá“, Náttúran.is: 28. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/28/fer-etta-kaf-fjlsttur-fundur-vi-jrs/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. október 2007

Skilaboð: