Fer þettaá kaf? - Fjölsóttur fundur við Þjórsá
Í gærkveldi boðuðu sveitungar í Sól á Suðurlandi til hátíðarstundar í mynni Þjórsárdals þar sem lón Hvammsvirkjunar Hagalón er á áætlunum Landsvirkjunar.
Þar var þá búið að koma fyrir upplýsingaskiltun sem sýna vegfarendum hæð fyrirætlaðs lóns og þær náttúrufórnir sem Landsvirkjun hyggst færa í von um álver „einhversstaðar“.
Hagaey myndi t.a.m. næstum hverfa með öllu í vatnsflaum Hagalóns og vatnið flæða inn í átt að Fossnesi.
Fjölmenni var á fundinum og skartaði himininn litsterkum regnboga og sveipaði sannkölluðum hátíðarljóma yfir Þjórsá og hið stórkostlega umhverfi árinnar.
Skiltin gefa vel til kynna hvers lags umbreytingar myndu verða á svæðinu komi til lóns og virkjunar og er þetta svæði aðeins eitt af þremur áætluðum lónsvæðum við Þjórsá.
Ein af áætluðum virkjunum myndi nefnast Holtavirkjun og er neðar í ánni, við Árnes. Neðsta fyrirhugaða virkjunin er síðan Urriðafossvirkjun en þar yrði að fórna fossinum fyrir orku til einhverra mögulegrar stóriðju á svæðinu.
Efsta myndin er af skilti sem sýnir áætlaða lónshæð Hagalóns (reyndar einum meter of lágt því erfitt var að koma því í rétta hæð án þess að standa í meirháttar mannvirkjagerð).
Myndin t.h. er af stelpu sem virðir fyrir sér skiltið og sú t.v. af nokkrum fundargesta.
Neðsta er af þremur af hörðustu baráttukonum gegn virkjunaráformunum við Þjórsá.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fer þettaá kaf? - Fjölsóttur fundur við Þjórsá“, Náttúran.is: 28. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/28/fer-etta-kaf-fjlsttur-fundur-vi-jrs/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. október 2007