Vilt þú reynsluaka rafjeppanum Ford Explorer 4x4?
Bíllinn var formlega afhentur í Brimborg á mánudaginn að viðstöddum Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra. Ráðherra fór í stuttan bíltúr á bílnum og sagði mjög þægilegt að aka honum, enda afar hljóðlátur.
Rafbílar engir eftirbátar
Sú ímynd hefur jafnan fylgt rafbílum að þeir séu kraftlitlir og hafi lítið drægi. Með auknu samspili rafgeyma og annarra orkubera, svo sem vetnis, er þó hægt að smíða bíla sem uppfylla allar nútímaþarfir. Með samspili rafmótora og vetnis er hægt að uppfylla allar kröfur um drægi bíla, áfyllingarhraða, kraft, stærð og mengunarlausa tækni. Ford Explorer 4x4 FCV er sönnun þess.Gestum Brimborgar bþðst að reynsluaka Ford Explorer rafvetnisjeppanum til og með 15. apríl, og fá þannig tilfinningu fyrir framtíðinni. Mynd: Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra prufukeyrir rafjeppan. Brimborg.
Birt:
8. apríl 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vilt þú reynsluaka rafjeppanum Ford Explorer 4x4?“, Náttúran.is: 8. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/08/vilt-thu-reynsluaka-rafjeppanum-ford-explorer-4x4/ [Skoðað:29. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. janúar 2011