Sveitamarkaður með sögualdarívafi er nú starfræktur í Grettisbóli á Laugarbakka.

Sveitamarkaðurinn býður uppá sögualdartengt handverk, matvæli úr héraði og ýmsar uppákomur og skemmtanir. Markaðurinn er opinn laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 til 19:00 fram yfir miðjan ágúst. Sveitamarkaðurinn er liður í verkefninu Laugarbakkinn – sagnasetur og er samstarfsverkefni Grettistaks, Gallerí Bardúsu, Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu, Reykjahöfða og ýmissa áhugasamra einstaklinga og hópa. 

Lögð er áhersla á að bjóða uppá vörur úr héraði eða með einhverja tilvísun í menningararfinn t.d. handverk og heimilisiðnaður sem byggir á hráefni úr héraði og fornum hefðum og minnum. Einnig matvæli sem unnin eru úr heimafengnu hráefni og byggja að hluta á gömlum hefðum en eru gjarna færð í nútímabúning. Auk markaðarins er boðið upp á ýmis konar uppákomur s.s. námskeið af ýmsu tagi, leiki, sögustundir o.fl.  í allt sumar.

Þau sem vilja vera með, selja sína vöru, vera með uppákomu eða taka virkan þátt á annan hátt, hafi samband við Sigrúnu Dögg í síma 866 6991 eða Valgerði í síma 895 3319 eða valgerdur@vanadis.is.

Sjá Grettisból hér á Grænum síðum.

Birt:
24. júlí 2009
Uppruni:
Grettisból
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveitamarkaður í Grettisbóli á Laugarbakka“, Náttúran.is: 24. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/24/sveitamarkaour-i-grettisboli-laugarbakka/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: