Opinn landbúnaður er vettvangur bænda til þess að bjóða gesti velkomna í sveitina. Nýlega gáfu Bændasamtökin út bækling um búin sem bjóða fólk velkomið í sumar. Bæklingurinn er snilldarlega myndskreyttur af Brian Pilkington. Bæklingnum er ætlað að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um þá sveitabæi sem starfa undir merkjum Opins
landbúnaðar.

Gestir eru hvattir til að kynna sér vel þá starfsemi sem fer fram á bæjunum og
að hafa samband símleiðis við bændur áður en lagt er í hann.

Nú hefur Náttúran skráð öll býli sem bjóða heim undir merkjum Opins landbúnaðar á græna Íslandskortið.

Birt:
3. ágúst 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Velkomin í sveitina “, Náttúran.is: 3. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/03/velkomin-i-sveitina/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: