Forseti Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins
Markmið Bernarsamningsins er að stuðla að fjölþjóðlegri samvinnu til að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og lífsvæði þeirra, einkum þeirra tegunda og lífsvæða sem fjölþjóðlegrar samvinnu þarf til að vernda. Samkvæmt ákvæðum samningsins ber ríkjum að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að viðhalda, eða aðlaga, stofnstærð villtra dýra og plantna, í samræmi við vistfræðilegar, vísindalegar og menningarlegar kröfur.
Bernarsamningurinn mun á næstu misserum öðlast aukið hlutverk þegar hann verður gerður að einum þeirra svæðisbundnu samninga sem notaðir verða til að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.
Myndin Jóni er tekin af af vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands
Birt:
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Forseti Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins“, Náttúran.is: 29. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/29/forseti-natturufraeoistofnunar-islands-kosinn-fors/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.