Fræðaþing um Urriðafossvirkjun
Fræðaþing um málefni Urriðafossvirkjunar verður haldið í félagsheimilinu Þingborg mánudaginn 5. maí kl. 20:00. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hlusta á hagsmunaaðila og færustu sérfræðinga þjóðarinnar fjalla um Urriðafossvirkjun og áhrif hennar á samfélagið og umhverfið.
Framsöguerindi flytja:
- Fulltrúi Landsvirkjunar
Urriðafossvirkjun frá sjónarhóli Landsvirkjunar. - Páll Einarsson, jarðfræðingur
Flekaskilin á Suðurlandsundirlendi, jarðskjálftar og sprungur.
Fjallað verður um orsakir jarðskjálfta á Suðurlandi og hvernig þeir tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna, bæði stóru flekanna tveggja, Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans, og litla flekans, Hreppaflekans, sem liggur milli þeirra. Jarðskjálftar verða þegar jarðskorpan á flekaskilunum brotnar eða hrekkur á misgengjum sem koma fram á yfirborðinu sem raðir af opnum sprungum og sprunguhólum. - Fulltrúi Flóahrepps
Samningur Landsvirkjunar og Flóahrepps, jákvæð og neikvæð áhrif. - Arnar Þór Stefánsson, lögmaður
Álitamál er varða aðalskipulag Flóahrepps og Urriðafossvirkjun. M.a. lögmæti þess samkomulags sem Landsvirkjun gerði við Flóahrepp 19. júlí 2007 og leiddi til þess að Urriðafossvirkjun var sett á aðalskipulag hreppsins. Þá mun hann velta því upp hvort Landsvirkjun geti þvingað sveitarstjórn til að setja virkjunina inn á aðalskipulag og hvort sveitarfélagið verði skaðabótaskylt fari svo að virkjunin fari ekki inn á eða verði tekin út af skipulagi. - Guðmundur Páll Ólafsson, líffræðingur
Þjórsá og þorskurinn - ástarsaga? - Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur
Lífríki Þjórsár og laxveiðihlunnindin.
Um áhrif Urriðafossvirkjunar á lífríki Þjórsár, fokhættu af efnishaugum á bökkum árinnar og afleiðingar virkjunarinnar á laxastofninn og laxveiðihlunnindi íbúa Flóahrepps. Hversu áreiðanlegar eru lausnir Landsvirkjunar til varnar lífríkis Þjórsár og hver eru óleystu vandamálin? - Harpa Hreggviðsdóttir, íbúi í Flóahreppi
Framtíðarsýn íbúa Flóahrepps - Pallborðsumræður og fyrirspurnir
Birt:
2. maí 2008
Tilvitnun:
Áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi. „Fræðaþing um Urriðafossvirkjun“, Náttúran.is: 2. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/02/fraeoathing-um-urrioafossvirkjun/ [Skoðað:9. maí 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. maí 2008