Þá er það jólaruslið!
Það hlaut að koma að því; jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert. Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóra svarta plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún er að sortera allt heila klabbið í flokka sem síðan má annað hvort endurnota eða henda á rétta staði. Nokkur ráð: pakkaskraut, borða, kassa, poka og bönd sem enn standa fyrir sínu má nota aftur og jólapappírinn má líka nota aftur á næstu jólum eða afmælum jafnvel þó að eitthvað af honum hafi rifnað, (þökk sé mismunandi pakkastærðum).
Bylgjupappi og kassar fara í bylgupappagáma hjá Sorpu. Óendurvinnanlegan skrautpappír og plastafganga má síðan setja í þægilega svarta plastpokann og losa sig við hann með góðri samvisku hjá Sorpu, í réttan gám. Við erum þá allavega að taka ábyrgð á eigin ruslu og taka þátt í að það lendi á þeim stöðum þar sem búið er að koma upp kerfi til að vinna og endurvinna ruslið samkvæmt viðurkenndum stöðlum sem stuðla að umhverfisvernd.
Á vef Sorpu er að finna allar upplýsingar um hvar er tekið við hverju og hvað fer í hvern flokk. Þar eru einnig upplýsingar um Almanak Sorpu 2006. Gámaþjónustan byrjaði á að bjóða endurvinnslutunnur fyrir heimili þann 07.12.2005 og hægt er að panta tunnurnar beint frá þeim.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þá er það jólaruslið!“, Náttúran.is: 25. desember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/jolaruslid/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007