Í gær opnaði umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir sýninguna „Framhaldslíf hlutanna“ í Hönnunarsafni Íslands að Garðatorgi 9 í Garðabæ. Hún stendur til 30. september og er opin frá klukkan 14:00 til 18:00 alla daga nema mánudaga.

Boðskapur sýningarinnar er sá að varla sé lengur hægt að ræða fagurfræði og nytsemi hönnunar án þess að taka tillit til þeirra áhrifa sem hún hefur á umhverfi sitt. Kappkostað var að velja til sýningarinnar vel hannaða og útbreidda nytjahluti, bæði úr fórum safnsins og frá erlendum framleiðendum. Auk þess eru á sýningunni nokkrar prótótþpur hugvitsamlegra nytjahluta sem ekki hafa enn ratað í framleiðslu.

Við val á nytjahlutum á sýninguna voru eftirfarandi hugmyndir m.a. hafðar að leiðarljósi:

  • Framleiðsla þeirra hafi ekki í för með sér mengun eða sóun á fágætum efniviði eða auðlind, þ.á.m. rými og andrúmslofti.
  • Efniviður þeirra hafi orðið til í endurvinnsluferli af einhverju tagi, eða þá að notaðir eru lítt breyttir innviðir eldri nytjahluta.
  • Hlutirnir sýni fram á hvernig endurvinnsluferlið eykur á virði og notagildi efna.
  • Efnivið hlutanna megi endurnýta að einhverju eða öllu leyti í náinni framtíð.

Meðal þeirra „hluta“ sem sýndir eru á sýningunni er Toyota Prius en eins og kunnugt er hefur Priusinn unnið til fjölda verðlauna og náð mikilli útbreyðslu sem vistvænt samgöngutæki.
Priusinn var valinn bíll ársins í Evrópu 2005, 1 milljón bílar seldir. Sjá umhverfisstefnu Toyota .

Birt:
16. september 2007
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Framhaldslíf hlutanna“, Náttúran.is: 16. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/16/framhaldslf-hlutanna/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: