Holtsselshnossið - Grein í Bændablaðinu
Þannig hefst grein um Holtsselshnossið í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Seinna í greininni segir ennfremur: Ísinn er eingöngu búinn til úr mjólk og rjóma og í honum eru engin aukaefni. „Engin E-efni og svoleiðis drasl, svo hann er eins náttúrulegur og hægt er að hugsa sér,“ bætir hún við. Það virðist falla í kramið hjá landanum. „Það er allir brjálaðir í þetta,“ segir Guðrún. Nóatún hefur pantað 500 lítra fyrir jólin og þeir verða seldir í sérstöku sælkerahorni í Smáralind, en Holtsselsísinn er markaðssettur sem gæðavara.
-
Bændablaðið er að þessu sinni stútfullt af áhugaverðum greinum um nýsköpun og spennandi verkefni á landsbyggðinni. Þeir sem halda að ekkert sé að ske í sveitum landsins og að allir treysti á næsta álver ættu að lesa blaðið spjaldanna á milli. Sjá allt blaðið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Holtsselshnossið - Grein í Bændablaðinu“, Náttúran.is: 21. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/holtsselshnossid/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 10. júlí 2008