Nú eru 100 dagar þar til Kaupmannahafnarráðstefnan hefst. Klukkan tifar en samningar um að bjarga loftslagskerfi Jarðar ganga hægt. Í gær minntu fjöldi samtaka víða um heim á að tíminn er naumur.

Aðalaritari sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði í yfirlýsingur í gær: "Time is running out. Scientists warn that climate impacts are accelerating. Now more than ever, we need political leadership at the highest level to ensure we protect people and the planet, and to catalyze the green growth that can power the 21st century economy.

Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað stefnu um hvernig skuli dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Raunar er stefna stjórnvalda að auka losunina stórlega með byggingu álversí Helguvík. Unnið er að aðgerðaáætlun. en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en um mitt næsta ár. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin leitast eftir því að Ísland verði fullgildur þátttakandi í loftslagsstefnu Evrópusambandsins og mun losun frá stóriðju falla þar undir.

Náttúruverndarsamtök Íslands telja afar brýnt að ríkisstjórn Íslands móti sér metnaðarfulla stefnu um samdrátt í losun gróðuhúsalofttegunda og taki þátt í alþjóðlegum aðgerðum Sameinuðu þjóðanna af fullri einurð, þar með talið aðstoð við fátæk þróunarríki sem verða fyrir mestum búsifjum af völdum ofsaveðra og hækkunar á yfirborði sjávar.
Birt:
29. ágúst 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „100 dagar til Kaupmannahafnar “, Náttúran.is: 29. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/29/100-dagar-til-kaupmannahafnar/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: