Miðaldasteming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí milli kl 11 og 17. Á Laugardeginum 19. Júlí kl 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda.

Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lþði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld..

Sjá dagsrkrá Miðaldadaga hér að neðan:

11:00 -17:00 Kaupmenn með innlendan og erlendan varning. Unnið að ýmiss konar handverki;
vattarsaumi, jurtalitun, tálgun, saumaskap, leðursaum og vefnaði. Völva spáir í rúnir.
12,14&15:30 Leiðsögn um fornleifasvæðið: Gengið frá nýja bílastæðinu.
11:00-17:00 Knattleikur að miðaldasið.
11:00-14:00 Reipslagari að störfun. Reipi/kaðall búinn til.
11:00-17:00 Málmsteypun.
12:00-14:00 Getur þú skotið af boga?
11:00-17:00 Eldsmiður að störfum.
12:00-16:00 Hreinsun brennisteins.
12:00&15:30 Munkar og mjöður.
Leikþáttur byggður á fólki og atburðum sem tengjast staðnum á miðöldum.
13:00&16:00 Félagar úr sönghópnum Hymnodia syngja lög frá miðöldum.
12:00-15:30 Kjötsúpa og brauð að miðaldasið að hætti Friðriks V og Norðlenska á 500 kr.
Allur ágóði rennur til Gásakaupstaðar ses.
Aðgangseyrir: Fullorðnir 1000 kr,13 ára og yngri 250 kr og frítt fyrir börn sem eru minni en miðaldasverð.

Sjá vef Gása.

Birt:
18. júlí 2008
Uppruni:
Gásir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Miðaldadagar að Gásum“, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/mioaldadagar-ao-gasum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. júlí 2008

Skilaboð: