Páll Jakob Línda, doktorsnemi í umhverfissálarfræði í háskólanum í Sidney heldur fyrirlestur í Gerðubergi miðvikudaginn 17. mars frá kl. 19:00-21:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í Gerðubergi.

Í lítilli könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum kom í ljós að Austurvöllur hafði meira aðdráttarafl en Hlemmur í huga langsamlegra flesta sem spurðir voru. Fyrir þá sem þekkja til þessara tveggja staða koma niðurstöðurnar sjálfsagt lítíð á óvart. En af hverju? Hvað er það sem gerir Austurvöll svo eftirsóknarverðan í samanburði við Hlemm? Eru það húsin? Litirnir? Rþmið, umferðin eða mannlífið?

Það eru einmitt spurningar á borð við þessar sem umhverfissálfræði, ung og rísandi grein innan sálfræðinnar, fæst við. Hér er verið að ræða um grein sem beinir sjónum sínum að samspili fólks og hins efnislega umhverfis í víðum skilningi.

Í fyrirlestrinum í Gerðubergi mun Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði við University of Sydney í Ástralíu, fjalla um umhverfissálfræði á breiðum grunni og hvernig má hagnýta þá þekkingu sem skapast hefur til að skapa mannvænna og betra umhverfi.

Á síðastliðinum fjórum áratugum hefur geysilegur fjöldi rannsókna farið fram á sviði umhverfissálfræði og er innan hennar finna fjölda kenninga og hagnýttra aðferða, sem í stórum dráttum miðast að því að bæta skilning á samspili fólks og umhverfis og að hagnýta þekkinguna til sköpunar á mannúðlegu umhverfi. Vart þarf að undirstrika mikilvægi þessa því án þekkingar á mannlegu atferli, þörfum fólks og löngunum, er nánast ógerlegt að vita með vissu hvaða áherslur ber að leggja, við hönnun umhverfis.

Aðgangur á fyrirlesturinn er kr. 4.200.- en kr. 3.500 fyrir félagsmenn í samtökunum Umhverfi og vellíðan. Skráning á vef Sumarhússins og garðsins.

Mynd: Magga Stína og fleira gott fólk í einni af mörgum kröfugöngum Íslandsvina gegn Kárahnjúkavirkjun árið 2007 en göngurnar enduðu jafnan á Austurvelli. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
11. mars 2010
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Maðurinn, umhverfið og umhverfissálfræðin“, Náttúran.is: 11. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/11/maourinn-umhverfio-og-umhverfissalfraeoin/ [Skoðað:17. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: