Matti Ósvald heldur tveggja tíma fyrirlestur hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 þriðjudaginn 20. okt. kl. 17:30 - 19:30 hjá Manni lifandi í Borgartúni 24. Fyrirlesturinn er sérstaklega ætlaður þeim sem eru ósáttir við óþarfa kíló. Samantekt á einföldum, hagnýtum ráðum.

Þú heyrir um:

"Gildruna" sem flestir lenda í er reyna við aukakílóin.
1 atriði sem við gleymum að reikna með er kemur að líkamanum.
Hvernig æfingar virka best á þau.
Hugar-aðferð afreksmanna sem getur skipt sköpum fyrir þig.

Færð svör við:

Hvaða ein einstök fæðutegund er mikilvægust til að komast í kjörþyngd og halda henni?
Af hverju rígheldur líkaminn í fituna og hvernig færðu hann til að sleppa?
Hvernig kennir þú líkamanum að bræða af þér óþarfa fitu á meðan þú hvílist?
Hver eru 5 mikilvægustu atriðin?...og margt fleira skemmtilegt og nýtanlegt.

Skráning: gg@madurlifandi.is

*Matti Ósvald útskrifaðist sem Heildrænn heilsufræðingur frá International Professional School of Bodywork, í San Diego Kaliforníu 1992. Hann hefur á síðustu 15 árum tekið "heilsu- og lífstílsviðtöl" við þúsundir Íslendinga og mun í þessum fyrirlestri veita innsýn í það helsta í lífstíl okkar sem býr til ójafnvægi s.s. heilsuleysi og vanlíðan ýmisskonar,  og hvaða einföldu leiðréttingar hafa gefist best til að snúa því til betri vegar.

Birt:
19. október 2009
Höfundur:
Maður lifandi
Tilvitnun:
Maður lifandi „Hvað er málið með aukakílóin?“, Náttúran.is: 19. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/19/hvao-er-malio-meo-aukakiloin/ [Skoðað:3. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: