Laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 - 16.30 verður opin ráðstefna í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði um þá framtíðarsýn, að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.

Ráðstefna þessi er í framhaldi af ráðstefnum og fundum Landverndar um framtíðarsýn samtakanna á Reykjanesskaga og hvað hann hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna. Hugmyndin um eldfjallagarð tengir alla þessa þætti saman.

Kosningar um stækkun álversins í Straumsvík, áform um álver í Helguvík og hugmyndir um jarðvarmavirkjanir víðsvegar á Reykjanesskaganum, gera alla umræðu um framtíð Reykjanesskagans mjög tímabæra.
-

Framsögu halda:
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur „Jarðfræði Reykjanesskagans“
Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur „Eldfjallagarður: Atvinna, fræðsla og útivist“
Bergur Sigurðsson, frkvstj. Landverndar „Álver og orkuvinnsla“
Jónatan Garðarsson, þáttagerðarmaður „Reykjanessfólkvangur“
Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur "Útsprunginn fífill" Endalok stóriðju?
Allir velkomnir!
Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum, Sól á Suðurlandi
-
Ath: Hraunsel er næsta hús við verslun Nóatúns á mótum Reykjavíkurvegar og Flatahrauns.

Nánari upplýsingar:
Reynir Ingibjartsson í síma 824 7282

Birt:
19. mars 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldfjallagarður – ný sýn og ný tækifæri á Reykjanesskaga!“, Náttúran.is: 19. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/eldfjallagardur_reykjanes/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: