Við framleiðslu á nauðsynja- og munaðarvörum er oft á tíðum gengið á auðlindir jarðar. Fjöldaframleiðsla og neysla geta valdið mengun og náttúruspjöllum. Þess vegna er mikilvægt að auðvelda öllum að stjórna neyslu sinni í samræmi við sjónarmið sjálfbærrar þróunar- þróunar se mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.

Ég mun beita mér fyrir því að auðvelda neytendum að velja leiðir sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og draga úr sóun verðmæta með því að:

  • Efla áhuga og auka framboð á umhverfismerktum vörum og þjónustu. Merkin tryggja að vara hefur staðist strangar umhverfiskröfur og verið gæðaprófuð.
  • Ráðuneyti og ríkisstofnanir verði í forystu á sviði vistvænna innkaupa og í skipulögðu umhverfisstarfi.
  • Stuðla að því að draga úr sorpi frá heimilum og fyrirtækjum, bæta flokkun úrgangs og auka endurnýtingu hans.
  • Auka ábyrgð þeirra sem dreifa fjölpósti á kostnaði við söfnun og förgun úrgangs vegna fjölpósts en hann hefur aukist um 76% frá árinu 2003.
  • Hvetja til aukinnar notkunar sparpera en þær nota aðeins um fjórðung þeirrar raforku sem vejuleg glópera krefst og endast átta sinnum lengur.
  • Draga úr notkun plastpoka hér á landi en Íslendingar nota um 30 milljónir slíkra poka á ári.
  • Lögfesta umhverfisábyrgð en þar með er mengunarvaldur gerður ábyrgur fyrir umhverfistjóni og jafnframt skyldaður til að greiða fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir tjón á umhverfinu.
Myndin er af Þórunni Sveinbjarnardóttur í ræðustól á Umhverfisþingi 2007. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. október 2007
Tilvitnun:
Þórunn Sveinbjarnardóttir „Sjálfbær þróun og neytendur - Áherslur umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 14. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/14/sjlfbr-run-og-neytendur-herslur-umhverfisrherra/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. október 2007

Skilaboð: