Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum hafa lokið greiningu á hagkvæmni þess að taka upp gjaldtöku til að draga úr koltvísýringslosun bifreiða. Gjaldtaka, ef hún er rétt notuð, er skilvirkasta leiðin til að draga úr losun og vernda andrúmsloftið og umhverfið.
Skýrslan greinir frá og ber saman skatta og gjöldsem eru því samfara að kaupa, eiga og reka bifreið í norrænu ríkjunum fimm. Álögur á bifreiðaeigendur eru afar mismunandi og endurspeglast það meðal annars í fjölda bifreiða á götunum.

Löndin hafa um nokkurt skeið reynt að stuðla að aukinni notkun sparneytinna bifreiða með breytilegum gjöldum. En það hefur haft takmörkuð áhrif. Það var ekki fyrr en á allrasíðustu árum að nokkur landanna, Noregur, Danmörk og Finnland, innleiddu gjaldtöku við kaup á bifreiðum og það virðist hafa mun meiri áhrif. Reynslan sýnir, að gjöld sem tengjast neyslu, eins og að kaupa bifreið og aka henni, hafa meiri áhrif en gjöld á eignarhald.
Í skýrslunni koma einnig fram aðrar áhugaverðar niðurstöður:

• Í Svíþjóð þar sem engin skráningargjöld eru á bílum eru fleiri bílar á hvern íbúa en annars staðar á Norðurlöndum, en Íslendingar fylgja Svíum fast á eftir í þessum efnum.

• Losun koltvísýrings er mest í Svíþjóð miðað við sölu nýrra bíla – sérstaklega eftir að Noregur, Danmörk og Finnland minnkuðu losun með því að hafa skráningargjöld breytileg.

• Gagnstætt því sem oft er haldið fram í opinberri umræðu er ekkert samhengi milli hárra skráningargjalda og meðalaldurs bifreiða. Skráningargjöldin eru hæst í Danmörku og Noregi, en í Finnlandi þar sem skráningargjöldin eru mjög lág, er nýtast bílarnir lengst/meðalaldur bíla hæstur.

• Í öllum löndum er hlutfall atvinnubifreiða (fyrirtækjabíla og leigubíla) af sölu á einkabílum mjög hátt. Í flestum löndunum er hlutfall atvinnubifreiða af sölu nýrra bifreiða á bilinu 30-40%. Fyrir þá sem reka slíka bíla er lítill hvati til að kaupa sparneytna bíla. Margar bifreiðar sem eru notaðar í atvinnuskyni, fara síðar meir í einkaeign. Það liggja því miklir möguleikar í að draga úr koltvísýringslosun þeirra með slíku hvatakerfi.

• Gjöld á eldsneyti eru lægst á Íslandi og í Danmörku. Dönsku gjöldin er einnig um það bil 1 danskri krónu lægri en í Þýskalandi – en eldsneytisverðið er nær það sama – sennilega vegna hærri álagningar í Danmörku.

Skýrslan öll:
Birt:
1. október 2008
Höfundur:
Michael Funch
Tilvitnun:
Michael Funch „Hvernig má minnka koltvísýringslosun bifreiða?“, Náttúran.is: 1. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/01/hvernig-ma-minnka-koltvisyringslosun-bifreioa/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: