Orkumál 2006/ Eldsneyti- Orkustofnun
Orkumál 2006/ Eldsneyti eru komin út. Að þessu sinni er ritið að miklu leyti helgað breytingum af ýmsu tagi sem urðu á árinu. Undanfarin ár hefur nokkur uppstokkun átt sér stað í eldsneytishópi Orkuspárnefndar, jafnframt því sem þróun eldsneytismála hefur verið ör, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Sífellt auknar kröfur eru gerðar til eldsneytisgagna og spáa, enda koma þau við sögu ýmissa alþjóðasamþykkta s.s. Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópska efnahagssvæðisins. Orkustofnun hefur brugðist við þessum auknu kröfum með því að endurskoða bæði gagnasöfnunina og eldsneytisspána og er gerð grein fyrir þeim breytingum í ritinu. Þá er einnig grein um eyðslueinkunn bifreiða.
Blaðið telur 8 blaðsíður í A-4 broti. Ritstjóri er Lára K. Sturludóttir og Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði nýtt útlit ritsins. Ágústa Loftsdóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson tóku saman efnið.
Nálgast má rafrænt eintak hér og prentuð eintök hjá Orkustofnun, s: 569 6000, eða os@os.is.
Nú hefur verið tekið í gagnið áskriftarform á útgáfusíðum vefs Orkustofnunar og getur áhugafólk um íslensk orkumál nú skráð sig á netinu í áskrift að ársritinu, hvort heldur er rafræn áskrift (aðeins send vefslóðin) eða póstáskrift að prentuðu formi ritsins.
Birt:
Tilvitnun:
Orkustofnun „Orkumál 2006/ Eldsneyti- Orkustofnun“, Náttúran.is: 25. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/25/orkumal-2006-orkustofnun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. febrúar 2008