Connie segir nei við Grænlendinga
Í grein í Berlingske tidenda* segir frá því að Connie Hedegaard, loftslagsráðherra Danmerkur hafni séróskum Grænlendinga fyrir undaný águr frá ákvæðum loftslagssamninga fyrir áliðnað (Alcoa), olíuiðnað og annars konar starfsemi sem veldur mengun andrúmsloftsins.
Grænlenska heimastjórnin hótar að ekki verða aðili að nýjum alþjóðlegum loftslagssamningi um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda fái hún ekki sínu framgegnt. Líkt og Siv og Illugi krefst heimastjórnin sérstöðu og undaný águ fyrir Grænland.
„Hjemmestyrets udgangspunkt er, at den kommende aluminiums-, olie-, gas- og mineindustri ikke skal belastes med køb af CO2-kvoter.”
Grænland á hvorki aðild að ESB né EES og fellur því ekki undir Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir líkt Ísland. Áliðnaðurinn mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013 og því eru undaný águkröfur Sivjar og Illuga dáldið fyrri aldar. Á hinn bóginn yrði það neyðarlegt fyrir dönsku ríkisstjórnina – sem gestgjafi Kaupmannahafnarráðstefnunnar – ef Grænland neitar að taka þátt, en þá yrði líka erfitt fyrir Alcoa að nýta sér þá stöðu til að auka mengun andrúmsloftsins.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Connie segir nei við Grænlendinga“, Náttúran.is: 17. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/17/connie-segir-nei-vio-graenlendinga/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.