Laugardagurinn 4. nóvember 2006 er dagur alþjóðlegrar loftslagsherferðar sem í ár gengur yfir í 48 löndum. Í fyrra tóku 20 lönd þátt í herferðinni með ýmsum hætti og í ár hefur löndunum fjölgað um rúmlega helming, þar á meðal er Ísland. Fréttir af herferðinni má sjá á www.globalclimatecampaign.org

Á Lækjartorgi frá kl. 13:00 á laugardaginn og fram eftir degi, munu Íslandsvinir standa fyrir myndasýningu sem varpar ljósi á þátt Íslendinga í þessu vandamáli. Með þessari herferð eru lönd heims að sýna samstöðu gegn þeim vanda sem loftslagsbreytingar eru að valda jörðinni og heiminum í heild og kalla á raunverulegar aðgerðir frá stjórnvöldum. Á undanförnum misserum hefur meðvitund heimsbúa vaknað í æ meira mæli og ýmsir reynt að vekja athygli á grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga.

Íslandsvinir vilja hvetja alla Íslendinga til að sýna þessari herferð stuðning með því að skoða sýninguna á Lækjartorgi á laugardaginn. Einnig gætu einstaklingar og félagasamtök staðið fyrir fleiri uppákomum þennan sama dag til að sýna samstöðu í verki.
-
Íslandsvinir

Hafa samband.
Sjá vef Íslandsvina.

Birt:
2. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alþjóðleg herferð gegn loftslagsbreytingum“, Náttúran.is: 2. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/herferd_gegn_loftslagsb/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: