Hvað þýðir „fjárfestingarsamningur”?
Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur kynnt til sögunar nýtt hugtak – fjárfestingarsamningur – í viðleitni Century Aluminum til að fjármagna álver í Helguvík. Hvort um er að ræða fjárframlag ríkisins vegna hluta þeirra 200 milljarða íslenskra króna sem bygging álvers í Helguvík mun kosta eða ríkisábyrgð fyrir allri þeirri upphæð verður ekki ráðið af orðum iðnaðarráðherra.
Ráðherra lætur nægja að fullyrða fjárfestingarsamningurinn sé „forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda” í Helguvík. Ef sú forsenda felst í ríkisábyrgð á lánum til Century Aluminum gætu - ef illa fer - 200 milljarðar króna bæst við þann skuldabagga sem ríkið hefur þegar tekið á sig. Miðað við ástand á álmarkaði eru engar tryggingar fyrir því að slík fjárfesting skili sér í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þá verður að spurja verður hvort álver séu einu fyrirtækin sem eigi að njóta slíkrar fyrirgreiðslu hjá ríkinu. Hvað með sprotafyrirtækin?
Hvaðan fæst orka fyrir 360 þúsund tonna álver Century Aluminum? Alþingi hlýtur að krefjast upplýsinga þar að lútandi þegar iðnaðarráðherra leggur fyrrgreindan fjárfestingarsamning fyrir þingið til staðfestingar.
Ennfremur, Alþingi hlýtur að krefjast útskýringa á þeirri fullyrðingu iðnaðarráðherra að losun gróðurhúsalofttegunda frá 360 þúsund tonna álveri standist skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Bygging álvers í Helguvík stenst ekki markmið ríkisstjórnar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 – 75% fyrir 2050 miðað við 1990. Á fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar í Bali 2007 skuldbundu iðnríkin sig – Ísland þar á meðal – til að stefna að 25 – 40% samdrætti fyrir 2020 miðað við 1990. Hvað á maðurinn við?
Iðnaðarráðherra kokgleypir fullyrðingar eigenda Century Aluminum um að fullreist álver muni skapa 1000 afleidd störf. Slíkar fullyrðingar eru úr lausu lofti gripnar.
Ráðherra lætur nægja að fullyrða fjárfestingarsamningurinn sé „forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda” í Helguvík. Ef sú forsenda felst í ríkisábyrgð á lánum til Century Aluminum gætu - ef illa fer - 200 milljarðar króna bæst við þann skuldabagga sem ríkið hefur þegar tekið á sig. Miðað við ástand á álmarkaði eru engar tryggingar fyrir því að slík fjárfesting skili sér í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þá verður að spurja verður hvort álver séu einu fyrirtækin sem eigi að njóta slíkrar fyrirgreiðslu hjá ríkinu. Hvað með sprotafyrirtækin?
Hvaðan fæst orka fyrir 360 þúsund tonna álver Century Aluminum? Alþingi hlýtur að krefjast upplýsinga þar að lútandi þegar iðnaðarráðherra leggur fyrrgreindan fjárfestingarsamning fyrir þingið til staðfestingar.
Ennfremur, Alþingi hlýtur að krefjast útskýringa á þeirri fullyrðingu iðnaðarráðherra að losun gróðurhúsalofttegunda frá 360 þúsund tonna álveri standist skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Bygging álvers í Helguvík stenst ekki markmið ríkisstjórnar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 – 75% fyrir 2050 miðað við 1990. Á fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar í Bali 2007 skuldbundu iðnríkin sig – Ísland þar á meðal – til að stefna að 25 – 40% samdrætti fyrir 2020 miðað við 1990. Hvað á maðurinn við?
Iðnaðarráðherra kokgleypir fullyrðingar eigenda Century Aluminum um að fullreist álver muni skapa 1000 afleidd störf. Slíkar fullyrðingar eru úr lausu lofti gripnar.
Birt:
5. janúar 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hvað þýðir „fjárfestingarsamningur”? “, Náttúran.is: 5. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/05/hvao-thyoir-fjarfestingarsamningur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.