Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um umhverfisáhrif frá samgöngum
Evrópusambandslöndunum hefur ekki tekist að draga úr losun frá samgöngutækjum: Þörf er á verulegum úrbótum og skýrum markmiðum.
Samgöngugeirinn í ESB þarf að að leggja sitt að mörkum til þess að Evrópa geti náð markmiðum sínum varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin er út af Umhverfisstofnun Evrópu.
Rannsóknin sem náði til allra aðildrríkja Umhverfisstofnunar Evrópu sýnir að um það bil 12 % allrar koltvísýringslosunar í Evrópusambandslöndunum kemur frá eldsneyti sem farþegabifreiðar brenna.
Farþegafjöldi eykst stöðugt og vöruflutningar vaxa hraðar en efnahagskerfið. Skilvirkni vöruflutninga minnkar því þrátt fyrir tækniframfarir. Skýrslan 'Climate for transport change' hvetur þá er vinna að stefnumörkun í þessum málum að setja metnaðarfull en raunhæf markmið þar sem þarfirnar eru metnar af alvöru og hlutleysi.
„Ég er sannfærð um að við getum sett takmörk á aukna losun frá samgöngugeiranum“, segir prófessor Jacqueline McGlade, forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu þegar hún kynnt skýrsluna í Brussel í gær (4 mars 2008) fyrir Loftlagsbreytinganefnd Evrópuþingsins. „Óheftri aukningu á flutningum fylgja of margar aukaverkanir sem hafa áhrif á okkur öll, eins og hljóð- og loftmengun. Hún skaðar einnig líffræðilega fjölbreyttni í Evrópu.“
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um umhverfisáhrif frá samgöngum“, Náttúran.is: 7. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/07/ny-skyrsla-umhverfisstofnunar-evropu-um-umhverfisa/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.