RÁÐ 76 - Umbun er rauðsyn:
Ef þér finnst lífið snúast um eintómar kröfur og að umbun sé sjaldgæfur draumur, skaltu taka málin í þínar hendur og gera eitthvað sem gleður þig og lætur þér líða betur. Þú gætir t.d. skroppið í blómabúð og valið þér fallegan blómvönd, komið við í uppáhaldsbakaríinu þínu, skotist til að hitta vinkonu eða vin á kaffihúsi eða gefið þér tíma til að lesa kafla í spennandi bók.

RÁÐ 341 - Teygðu að hætti hunda:
Þú þarft ekki að eiga hund til að reyna eftirfarandi teygju. Farðu á fjóra fætur, krepptu tærnar, lyftu sitjandanum og hafðu fætur beina. Glenntu fingur í sundur og þrýstu niður í gólf, reyndu að mynda beina línu frá úlnlið að mjöðmum. Slakaðu á hnakkavöðvum, andaðu djúpt og haltu stelllingunni eins lengi og þú getur.

Ráð 501 - Tilfinningaríkt fólk:
Sveigjanlegt, umhyggjusamt og tilfinningaríkt fólk minnir að mörgu leyti á einkenni vatnsins. Við mikið álag getur tilfinningaríkt fólk orðið mjög óákveðið og hikandi í gjörðum sínum, eins og það „fljóti í óvissu“ og þokumistri. Stífluð eða lokuð orkustöð getur aukið á slímmyndun, þyngdaraukningu, óeðlilega vatnssöfnun, óreglulegar blæðingar og kynlífsörðugleika. Vefjasöltin Nat.Mur eða Ferr.PHos, gæti verið ráð gefn ofangreindum kvillum.

RÁÐ 619 - Talaðu við eldra fólk:
Bjóddu fram aðstoð þína á elliheimilum, þú getur aðstoðað dvalargesti við ýmiss konar tómstundaiðju eða bara spjallað. Vafalaust hafa margir langa reynslu af hjónabandi, eru uppfullir af fróðleik og gætu ef til vill gefið ráð um hvaða eiginleikar eru mikilvægir til að halda hjónabandi hamingjuríku áratugum saman.
Birt:
11. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „1001 leiðir til að slaka á á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 11. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/09/1001-leioir-til-ao-slaka-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. febrúar 2009
breytt: 11. febrúar 2009

Skilaboð: