Blómstrandi dagar í Hveragerði
Í tilefni af Blómstrandi dögum í Hveragerði um næstu helgi verður bænum skipt upp í þrjú hverfi, hvert hverfi hefur sinn lit; bláan, rauðan eða bleikan lit og hafa allir bæjarbúar verið hvattir til að taka þátt í að lita bæinn með því að skreyta húsið sitt, garðinn sinn og jafnvel bílinn sinn með tilheyrandi lit, td. með því að setja upp fána, ljósaséríur og blöðrur og klæðast svo sínum lit að einhverju leyti á Blómstrandi dögum og sérstaklega í brekkusöngnum á Fossflötinni. Það má því búast við að Hveragerði verði heim að sækja um helgina.
Blómstrandi dagar samanstanda af fjölbreyttri dagskrá s.s: Leiksýningu, listsýningum, hundasýningu, fjölskylduskemmtun, sundlaugapartþi, tónleikum með „Á móti só, Megasi og Senuþjófunum, Ingó Idol, atriðum úr Abbabbabb, hljómsveitunum HúrríGúrrí og Hitakút, kajaksiglingar, markaðstorgi, hoppukastala, leiktækjum, grillveislu og markaði.
Á föstudagskvöldið verður Tónlistarklúbbur Hveragerðis með sérstaka heiðurs- og minningartónleika um Bergþóru Árnadóttur, flytjendur m.a. Pálmi Gunnarsson, Labbi, Gummi Ben, Magnús Þór, Hara-systur og fleiri.
Hámark hátíðarinnar er á laugardagskvöldinu en þá er brekkusöngur sem endar með flugeldasýningu og síðan dansleik í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Á móti sól.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blómstrandi dagar í Hveragerði“, Náttúran.is: 13. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/13/blomstrandi-dagar-i-hverageroi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.