Í nýrri skýrslu Oxfam góðgerðarsamtakanna kemur fram að náttúruhamfarir, sem rekja megi til veðurs séu nú fjórum sinnum algengari en fyrir tveimur áratugum. Að meðaltali eiga sér nú 500 náttúruhamfarir á heimsvísu stað á móti 120 áður. Í skýrslunni er fullyrt að ástæðuna megi reka til hlýnunar jarðar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda.

Oxfam lýsir einnig yfir ánægju um að niðurstöðu 4. yfirlitsskýrslu Lofslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmentarl Panel on Climat Change-IPCC), Synthesis Report, þar sem hlýnun andrúmslofsins er staðfest og varað við að ef ekki verði strax gripið til róttækra aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda lækki meðalhiti jarðar um a.m.k. 2oC á þessari öld, sem mun hafa hörmulegra afleiðingar í för með sér fyrir heimsbyggðina alla. Sérstaklega muni hörmungarnar koma illa við fátækustu íbúa jarðar en þar eru konur í meirihluta.

Oxfam hvetur allar þjóðir heims til að taka höndum saman á aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Balí nú í desember og samþykkja:

  • Að tekið sé raunverulegt mið af aðstæðum og unnið markvisst að sanngjörnum lofslagssamningi sem taki við af Kyoto bókuninni frá 2012
  • Áætlun verði samþykkt um tafarlausa aðstoð við fátækar þjóðir tll að þær geti mætt áhrifum loftslagbreytinganna
Birt:
25. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruhamfarir án efa af völdum lofslagsbreytinga“, Náttúran.is: 25. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/25/oxfam/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. nóvember 2007

Skilaboð: